Námskráráherslur
Stuðningsefni og upplýsingar
Skipulag náms og kennslu
Forsiða
Stuðningsefni skipulag náms, kennslu og námsmats | Spurt og svaraðStuðningsefninu er ætlað að styðja við framkvæmd hæfnimiðaðs skólastarfs út frá aðalnámskrá grunnskóla. Stuðningsefnið er sett fram til að skýra lykilhugtök í Aðalnámskrá grunnskóla. Það lýsir skólastefnu stjórnvalda og hvernig skólum ber að setja sér stefnu á grunni aðalnámskrár. Einnig er fjallað um þá kröfu að hver skóli skapi skýra umgjörð um starf kennara þar sem fram kemur hvernig nám, kennsla og námsmat er skipulagt og upplýsingum miðlað til heimila. Í stuðningsefninu er fjallað um skipulag náms, kennslu og námsmats í þremur þrepum sem samræmist þeim námskrárfræðum sem á ensku kallast „Backward design“ eða „Understanding by design“.
Allt eru þetta mikilvægir þættir hæfnimiðuðu skólastarfi.
Vorið 2019 lét mennta og menningarmálaráðuneytið gera könnum meðal allra grunnskóla landsins um innleiðingu á aðalnámskrá grunnskóla og hvernig hún hefði nýst í hverjum skóla. Niðurstöður könnunarinnar ásamt tillögum að aðgerðum til úrbóta eru birtar í skýrslunni Mat á innleiðingu aðalnámskrár grunnskóla (2020).
Fyrsta tillaga að aðgerð til úrbóta er Samræmdur stuðningur við skólastjórnendur og kennara. Skipað verður teymi sérfræðinga sem aðstoða skóla til að vinna með hæfni- og matsviðmið.
Stuðningsefnið um skipulag náms, og námsmats er svar við fyrstu tillögu að aðgerð til úrbóta.
Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla er það helsta verkefni skólanna að efla hæfni nemenda. Í hæfnimiðuðu skólastarfi er lögð áhersla á að stuðla að heildstæðum þroska nemenda og hæfni til að verða virkir og sjálfstæðir einstaklingar í framtíðarsamfélagi sem tekur stöðugum breytingum.
Sú hæfni sem grunnskólum ber að efla hjá nemendum er ekki bara safn af upplýsingum og aðferðum. Nám í grunnskóla á að veita nemendum vitsmunalegar áskoranir, tækifæri til að skoða viðfangsefni á dýptina, móta sjálfstæða afstöðu og koma hugmyndum í verk.
Sem borgarar framtíðarinnar þurfa börn að læra að setja sér raunhæf markmið, sýna getu til aðgerða og ígrunda stöðu mála hverju sinni. Fjölbreytt hæfni einstaklinga og vilji þeirra til að taka virkan þátt í samfélaginu er forsenda fyrir farsæld þeirra.
Höfundar og ritstjórar efnisins rákust fljótt á að ekki er hægt að tala um hæfniviðmið, matsviðmið og námsmat án þess að horfa á það í samhengi við markmið náms og skipulag kennslu sem einnig á samhljóm með hugmyndafræðinni um „Backward design“ sem stuðningsefnið er byggt á.
Stuðningsefnið er því sett fram út frá hugmynd um hringrás mats og kennslu og fjallar um tengsl markmiðssetningar, kennslu og námsmats.
Stuðningsefni um skipulag náms kennslu og námsmat er ætlað öllu skólafólki og er svar við tillögu að fyrstu aðgerð til úrbóta í skýrslunni Mat á innleiðingu aðalnámskrár, þ.e. að aðstoða skóla við að vinna með hæfni- og matsviðmið.
Mikilvægt er að aðrir aðilar, sem koma að og styðja við starf grunnskóla, kynni sér stuðningsefnið til að sjá hvernig skólum er leiðbeint um framkvæmd hæfnimiðaðs skólastarfs og allir geti gengið í takt.
Mennta- og barnamálaráðuneytið fól Miðstöð menntunar og skólaþjónustu að halda utan um verkefnið. Ritstjórn og skrif voru í höndum sérfræðinga í aðalnámskrárteymi innan MMS. Aðrir sérfræðingar í námskrármálum og námsmati komu að skrifum, yfirlestri, ráðgjöf og heimildaöflun. Heimildaskrá fylgir með efninu.
Stuðningsefni um skipulag náms, kennslu og námsmats byggir á stefnumótun íslenskra stjórnvalda og OECD, þeim námskrárfræðum og námsmatsfræðum sem kynnt eru í kennaranámi á Íslandi og niðurstöðum úr nýlegum rannsóknum á gæðum kennslu á Íslandi. Val á heimildum réðst af þörfinni fyrir að svara aðkallandi spurningum starfandi kennara og skólastjórnenda um skipulag og framkvæmd hæfnimiðaðs skólastarfs.
Aðalnámskrá grunnskóla 2024. https://www.adalnamskra.is/grunnskoli
Berglind Gísladóttir, Sólveig Zophoníasdóttir og Jóhann Örn Sigurjónsson. (2025). Samræðumiðuð kennsla. Í Anna Kristín Sigurðardóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson (ritstjórar), Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur (bls. 77–94). Háskólaútgáfan.
Birna María Svanbjörnsdóttir, Sólveig Zophoníasdóttir og Berglind Gísladóttir. (2025). Munnleg endurgjöf. Í Anna Kristín Sigurðardóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson (ritstjórar), Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur (bls. 61–75). Háskólaútgáfan.
Brookhart, S. M. og Nitko, A. J. (2019). Educational assessment of students (8. útgáfa). Pearson.
Erna Ingibjörg Pálsdóttir. (2019). Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri (2. útgáfa). Iðnú.
Erna Ingibjörg Pálsdóttir. (2025). Mat á hæfni og framförum nemenda: Leiðin að hæfnimiðaðri matsgjöf. Skólaþræðir. Tímarit samtaka áhugafólks um skólaþróun. https://skolathraedir.is/2025/08/27/mat-a-haefni-og-framforum-nemenda/
Guðmundur Engilbertsson. (2013/2025). Námsferli. Orð af orði [vefur]. https://hagurbal.weebly.com/naacutemsferli.html
Guskey, T. R. (2015). On your mark. Challenging the convertions of grading and reporting. Solution Tree.
Hattie, J. og Clarke, S. (2019). Visible learning feedback. Routledge.
Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson. (2025). Nám og kennsla á tuttugustu og fyrstu öld. Í Anna Kristín Sigurðardóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson (ritstjórar), Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur (bls. 13–32). Háskólaútgáfan.
Jóhann Örn Sigurjónsson og Berglind Gísladóttir. (2025). Vitsmunaleg áskorun: Að virkja hugsun nemenda. Í Anna Kristín Sigurðardóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson (ritstjórar), Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur (bls. 95–110). Háskólaútgáfan.
Kohn, A. (2011). The case against grades. Alfie Kohn [vefsíða]. https://www.alfiekohn.org/article/case-grades/
Lög um grunnskóla nr. 91/2008.
Marzano, J. H. (2010). Formative assessment and standard based grading. Marzano Research.
Menntamálastofnun. (2023). PISA 2022: Helstu niðurstöður á Íslandi. Höfundur. https://mms.is/sites/mms.is/files/pisa_2022_helsta_island.pdf
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. (2025). Leiðsagnarmat. Aðalnámskrá [vefsíða]. https://www.adalnamskra.is/studningsefni/leidsagnarmat
Nanna Kristín Christiansen. (2021–2022). Leiðsagnarnám. Hvers vegna, hvernig, hvað? Höfundur. https://leidsagnarnam.is/
OECD. 2019. OECD future of education and skills 2030. OECD learning compass 2030. A series of concept notes. Höfundur. https://www.oecd.org/content/dam/oecd/en/about/projects/edu/education-2040/1-1-learning-compass/OECD_Learning_Compass_2030_Concept_Note_Series.pdf
Schimmer, T. (2016). Grading from the inside out: Bringing accuracy to student assessment through a standard-based-mindset (How to give student full credit for their knowlegde). Solution Tree.
Sigurjón Ólafsson. (2025, 16. ágúst). Upplýsingamengun frá grunnskólum í kortunum [bloggfærsla]. Fúnksjón. https://funksjon.is/2025/08/upplysingamengun-fra-grunnskolum-i-kortunum/
Wiggins, G. og McTighe, J. (2005/1998). Understanding by design. ASCD.