Almennur hluti
Barnalög nr. 76/2003,
Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980,
Lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010,
Lög um framhaldsskóla nr. 92/2008,
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008,
Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992,
Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000,
Lög um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985,
Stjórnsýslulög nr. 37/1993,
Upplýsingalög nr. 50/1996.
Reglugerðir um:
Hér eru birtar samantektir á lýsingum námsloka í framhaldsskóla. Þrjár tegundir námsloka eru skilgreindar, það er framhaldsskólapróf, próf til starfsréttinda og stúdentspróf. Önnur lokapróf og viðbótarnám við framhaldsskóla eru safnheiti yfir ýmis námslok sem ekki falla undir fyrrnefndar tegundir námsloka. Sum námslok geta verið skilgreind á mismunandi hæfniþrepum, önnur ekki.
Umfang náms til framhaldsskólaprófs fer eftir hæfniviðmiðum námsins, en skal alltaf vera á bilinu 90-120 fein. Námslokin geta verið skilgreind á hæfniþrepi eitt eða tvö. Ef vilji er til að námsbraut ætluð nemendum með þroskahömlun ljúki með framhaldsskólaprófi, gilda sömu reglur um umfang.
Framhaldsskólaprófi er ætlað að koma til móts við þá áherslu að nemendur njóti fræðsluskyldu til 18 ára aldurs og að framhaldsskólarnir bjóði upp á menntun sem henti þörfum hvers og eins. Einnig er því ætlað að koma til móts við þarfir nemenda sem ekki hyggja á önnur námslok. Þannig getur skóli hvort sem er tengt framhaldsskólapróf við lok skilgreindrar námsbrautar eða tengt það annarri þátttöku nemenda skólanum, sem sniðin er að einstaklingsbundnum þörfum þeirra. Þó skulu lokamarkmið námsins í öllum tilvikum vera skýr.
| Helstu einkenni |
|---|
| INNIHALD. Námið felur í sér almennan undirbúning undir áframhaldandi nám eða störf í atvinnulífinu sem ekki krefjast mikillar sérhæfingar og eru unnin undir stjórn eða eftirliti annarra. |
| SKIPULAG. Námið getur falið í sér bóknám, listnám og/eða starfsnám og verið skipulagt sem heildstæð námsbraut eða tengst námsbrautum skóla með ýmsu móti. Það getur falið í sér starfskynningu eða þjálfun á vinnustað. |
| UMFANG. 90-120 framhaldsskólaeiningar. |
| RÉTTINDI. Að loknu framhaldsskólaprófi á fyrsta hæfniþrepi gefst einstaklingi kostur á ófaglærðum störfum eða frekara námi í framhaldsskóla. |
| Helstu einkenni |
|---|
| INNIHALD. Námið einkennist af fremur stuttri sérhæfingu, sem miðar einkum að faglegum undirbúningi undir frekara nám eða störf sem krefjast þess að starfsmaðurinn geti sýnt ábyrgð og sjálfstæði innan ákveðins ramma og/ eða undir yfirstjórn annarra. |
| SKIPULAG. Námið getur falið í sér bóknám, listnám og/eða starfsnám, verið skipulagt sem heildstæð námsbraut eða tengst námsbrautum skólans með ýmsu móti. Það getur falið í sér þjálfun á vinnustað. |
| UMFANG. 90-120 framhaldsskólaeiningar. |
| RÉTTINDI. Að loknu framhaldsskólaprófi á öðru hæfniþrepi gefst einstaklingi kostur á störfum sem ekki kalla á mikla sérhæfða þekkingu, framhaldsnámi eða mati inn á námsbrautir framhaldsskólans. |
Próf til starfsréttinda eru skilgreind sem námslok af námsbraut sem veitir löggilt starfsréttindi eða veitir nemendum heimild til að þreyta sveinspróf í löggiltri iðngrein. Þessi námslok geta verið skilgreind á hæfniþrep tvö, þrjú eða fjögur.
| Helstu einkenni |
|---|
| INNIHALD. Námið einkennist af fremur stuttri sérhæfingu sem miðar að faglegum undirbúningi undir störf sem krefjast þess að starfsmaðurinn geti sýnt ábyrgð og sjálfstæði innan ákveðins ramma. |
| SKIPULAG. Námið er skipulagt sem starfsnám og felur í sér þjálfun á vinnustað. |
| UMFANG. 60-120 framhaldsskólaeiningar. |
| RÉTTINDI. Að loknu prófi til starfsréttinda á öðru hæfniþrepi gefst einstaklingi kostur á frekara námi eða störfum sem krefjast löggiltra starfsréttinda. Áframhaldandi nám felur í sér sérhæfingu innan starfsnáms eða mat inn á aðrar námsbrautir framhaldsskólans. |
| Helstu einkenni |
|---|
| INNIHALD. Námið einkennist af sérhæfðum undirbúningi undir lögvarin störf sem krefjast þess að starfsmaðurinn geti unnið sjálfstætt, borið ábyrgð á skipulagi og úrlausn verkefna og metið eigin störf. |
| SKIPULAG. Námið er skipulagt sem starfsnám og felur í sér þjálfun á vinnustað. |
| UMFANG. 180-240 framhaldsskólaeiningar. |
| RÉTTINDI. Að loknu prófi til starfsréttinda á þriðja hæfniþrepi gefst einstaklingi kostur á frekara námi eða störfum sem krefjast löggiltra starfsréttinda. Áframhaldandi nám felur í sér, aukna faglega sérhæfingu og þróun á starfsvettvangi á fjórða hæfniþrepi, viðbót til stúdentsprófs og nám á háskólastigi eða mat inn á aðrar brautir framhaldsskólans. |
| Helstu einkenni |
|---|
| INNIHALD. Námið einkennist af aukinni sérhæfingu og/eða útvíkkun sérhæfingar í tengslum við stjórnun, leiðsögn, þróun og/eða nýsköpun. |
| SKIPULAG. Námið er skipulagt sem starfsnám eða starfstengt nám. |
| UMFANG. 30-120 framhaldsskólaeiningar. |
| RÉTTINDI. Að loknu prófi til starfsréttinda á fjórða þrepi gefst einstaklingi kostur á frekara námi fjórða þrepi, möguleikar á ábyrgðarstörfum í atvinnulífinu, eða störfum sem krefjast löggiltra starfsréttinda. Námið má í vissum tilvikum meta inn á námsbrautir á háskólastigi. |
Stúdentspróf miðar að því að undirbúa nemendur undir háskólanám hérlendis og erlendis. Námstími til stúdentsprófs getur verið breytilegur milli námsbrauta og skóla en framlag nemenda skal þó aldrei vera minna en 200 fein. Námslokin eru í öllum tilvikum skilgreind á hæfniþrep þrjú. Inntak náms til stúdentsprófs er háð hæfniviðmiðum námsbrautarinnar en fer einnig eftir því hvers konar undirbúning viðkomandi námsbraut veitir fyrir háskólanám. Uppistaða námsins getur því falið í sér bóknám, listnám eða starfsnám.
Um nám til stúdentsprófs gilda sérstakar reglur auk ákvæða um lágmarkseiningafjölda. Þær lúta að hæfnikröfum í kjarnagreinum og öðrum greinum auk þeirra reglna sem gilda almennt um innihald og uppbyggingu námsbrauta með námslok á þriðja hæfniþrepi.
| Helstu einkenni |
|---|
| INNIHALD. Námið einkennist af sérhæfðum undirbúningi undir háskólanám. Eftir námslok á þriðja þrepi á nemandi að geta unnið sjálfstætt, borið ábyrgð á skipulagi og úrlausn verkefna og metið eigin störf. |
| SKIPULAG. Námið er alla jafnan skipulagt sem bóknám en getur falið í sér verklegt nám, starfsnám og/eða listnám. |
| UMFANG. 200-240 framhaldsskólaeiningar. |
| RÉTTINDI. Að loknu námi til stúdentsprófs gefst einstaklingi kostur á frekara námi á háskólastigi eða störfum í atvinnulífinu sem ekki krefjast löggiltra starfsréttinda. Stúdentsprófið tryggir ekki sjálfkrafa aðgang að öllu námi á háskólastigi. Einstakir háskólar eða háskóladeildir geta sett ýmsar sérkröfur sem nemendur þurfa einnig að uppfylla og í sumum tilvikum geta nemendur þurft að gangast undir inntökupróf. |
Námslok af námsbrautum sem ekki lýkur með stúdentsprófi, prófi til starfsréttinda eða framhaldsskólaprófi flokkast sem önnur lokapróf. Þarna er um að ræða margs konar námsbrautir sem ýmist eru skilgreindar á hæfniþrep eitt, tvö eða þrjú. Hæfniviðmið námsbrautanna segja til um sérhæfingu sem getur fallið undir starfsnám, listnám, bóknám eða almennt nám.
| Helstu einkenni |
|---|
| INNIHALD. Námið felur í sér almennan undirbúning undir áframhaldandi nám eða störf í atvinnulífinu sem ekki krefjast mikillar sérhæfingar og eru unnin undir stjórn eða eftirliti annarra. |
| SKIPULAG. Námið er ýmist skipulagt sem bóknám, listnám eða starfsnám og getur þá falið í sér starfskynningu eða þjálfun á vinnustað. |
| UMFANG. 30-120 framhaldsskólaeiningar, en allt að 240 fein. fyrir nemendur með þroskahömlun. |
| RÉTTINDI. Að loknu námi á fyrsta hæfniþrepi gefst einstaklingi kostur á ófaglærðum störfum eða frekara námi í framhaldsskóla. |
| Helstu einkenni |
|---|
| INNIHALD. Námið einkennist af fremur stuttri sérhæfingu sem miðar einkum að faglegum undirbúningi undir frekara nám eða störf sem krefjast þess að starfsmaðurinn geti sýnt ábyrgð og sjálfstæði innan ákveðins ramma og/ eða undir yfirstjórn annarra. |
| SKIPULAG. Námið er ýmist skipulagt sem bóknám, listnám eða starfsnám og getur þá falið í sér þjálfun á vinnustað. |
| UMFANG. 60-120 framhaldsskólaeiningar. |
| RÉTTINDI. Að loknu námi á öðru þrepi gefst einstaklingi kostur á frekara námi eða möguleikar á störfum í atvinnulífinu og fer það eftir hæfnisviðmiðum námsins hversu sérhæfð störf eru í boði. Nám að loknu öðru þrepi krefst meiri sérhæfingar innan starfsnáms eða mats inn á aðrar brautir framhaldsskólans. |
| Heltu einkenni |
|---|
| INNIHALD. Námið einkennist af sérhæfðum undirbúningi undir sérhæft starfsnám og/ eða listnám. Eftir námslok á þriðja þrepi á nemandi að geta unnið sjálfstætt, borið ábyrgð á skipulagi og úrlausn verkefna og metið eigin störf. |
| SKIPULAG. Námið er ýmist skipulagt sem bóknám, listnám eða starfsnám og getur þá falið í sér þjálfun á vinnustað. |
| UMFANG. 150-240 framhaldsskólaeiningar. |
| RÉTTINDI. Að loknu námi á þriðja hæfniþrepi gefst nemanda kostur á frekara námi eða störfum sem krefjast löggiltra starfsréttinda. Áframhaldandi nám felur í sér aukna faglega sérhæfingu og þróun á starfsvettvangi á fjórða hæfniþrepi, viðbót til stúdentsprófs og nám á háskólastigi eða mat inn á aðrar brautir framhaldsskólans. |
Fjórða þrepið felur í sér nám sem ýmist fer fram innan eða á vegum framhaldsskóla eða háskóla. Námslok á fjórða þrepi einkennast ýmist af aukinni sérhæfingu og/eða útvíkkun sérhæfingar í tengslum við stjórnun, leiðsögn, þróun eða nýsköpun.
| Helstu einkenni |
|---|
| INNIHALD. Námið einkennist af aukinni sérhæfingu og/eða útvíkkun sérhæfingar í tengslum við stjórnun, leiðsögn, þróun og/eða nýsköpun. |
| SKIPULAG. Námið er ýmist skipulagt sem bóknám, listnám eða starfsnám. Viðbótarnám við framhaldsskóla er skilgreint á framhaldsskólastigi og skal námið skilgreint í framhaldsskólaeiningum. Forkröfur fyrir námsbrautir með námslok á þessu þrepi eru að jafnaði brautskráning af þriðja þrepi. |
| UMFANG. 30-120 framhaldsskólaeiningar. |
| RÉTTINDI. Að loknu námi á fjórða þrepi gefst einstaklingi kostur á frekara námi á fjórða þrepi eða möguleikar á ábyrgðarstörfum í atvinnulífinu. Námið má í vissum tilvikum meta inn á námsbrautir á háskólastigi. |
Kjarnagreinar framhaldsskóla eru íslenska, stærðfræði og enska. Allar námsbrautir skulu að jafnaði gera kröfu til þess að nemendur öðlist að minnsta kosti hæfni sem nemur lýsingu á fyrsta hæfniþrepi kjarnagreina. Við skipulag námsbrauta geta hæfniviðmið brautanna falið í sér kröfu um að nemendur þurfi að ná meiri hæfni í kjarnagreinum.
Hér á eftir fara lýsingar á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem einkennir hvert hæfniþrep í kjarnagreinum.
ÞEKKING – Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
LEIKNI – Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
HÆFNI – Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
ÞEKKING – Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
LEIKNI – Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
HÆFNI – Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
ÞEKKING – Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
LEIKNI – Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
HÆFNI – Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Hvað varðar lýsingu á stærðfræði er bent á að ekki er ætlast til að öllum þekkingar-, leikni- og hæfniþáttum stærðfræðinnar sé náð á hverju þrepi, heldur skal vinna með þá námsþætti sem undirbyggja hæfniviðmið viðkomandi námsbrautar. Þannig er hægt að vinna með afmarkaða þætti stærðfræðinnar upp á efri hæfniþrep.
Hér er einnig látin fylgja lýsing á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem einkennir stærðfræði á hæfniþrepi fjögur. Ástæðan er meðal annars sú að námsbrautir sem undirbúa nemendur til raungreinanáms á háskólastigi kenna oft stærðfræði upp á fjórða hæfniþrep.
ÞEKKING – Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
tölum og algebru:
rúmfræði:
talningu, tölfræði og líkindareikningi:
LEIKNI – Nemandi geti notað í einföldu samhengi:
táknmál:
tölur og algebru:
rúmfræði:
talningu, tölfræði og líkindareikning:
hjálpartæki:
HÆFNI – Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér t.d. á sviði:
miðlunar í mæltu og rituðu máli:
stærðfræðilegrar hugsunar:
lausna, þrauta og verkefna:
röksemdafærslu:
daglegs lífs og almennrar menntunar, s.s.
ÞEKKING – Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings t.d. á:
tölum, mengjum og algebru:
rúmfræði:
föllum:
talningu, tölfræði og líkindareikningi:
LEIKNI – Nemandi geti unnið af öryggi og sjálfstæði, beitt röksemdafærslu og hafi aflað sér þjálfunar í aðferðum og verklagi um t.d.:
táknmál:
tölur, mengi og algebru:
rúmfræði:
föll:
talningu, tölfræði og líkindareikning:
hjálpartæki:
HÆFNI – Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér t.d. á sviði:
miðlunar í mæltu og rituðu máli:
stærðfræðilegrar hugsunar:
lausna, þrauta og verkefna:
röksemdafærslu:
daglegs lífs og almennrar menntunar, s.s.
ÞEKKING – Nemandi skal hafa aflað sér sérhæfðrar þekkingar og skilnings:
tölum, mengjum og algebru:
rúmfræði:
föllum:
talningu, tölfræði og líkindareikningi:
LEIKNI – Nemandi hafi fullt vald á, geti byggt eigin sannanir þar sem við á og hafi aflað sér þjálfunar í aðferðum og verklagi um t.d.:
beitingu táknmáls:
tölur, mengi og algebru:
rúmfræði:
föll, deildun og heildun:
talningu, tölfræði og líkindareikning:
hjálpartæki:
HÆFNI – Nemandi skal geta hagnýtt þá sérhæfðu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér t.d. á sviði:
miðlunar í mæltu og rituðu máli:
stærðfræðilegrar hugsunar:
lausna, þrauta og verkefna:
röksemdafærslu:
daglegs lífs og almennrar menntunar, s.s.
ÞEKKING – Nemandi skal hafa aflað sér fræðilegrar þekkingar og skilnings á t.d.:
tölum og mengjum:
algebru:
rúmfræði:
föll, deildun og heildun:
talningu, tölfræði og líkindareikningi:
LEIKNI – Nemandi hafi fullt vald á, geti byggt eigin sannanir þar sem við á og hafi aflað sér þjálfunar í aðferðum og verklagi um t.d.
beitingu táknmáls:
tölur og mengi:
algebru:
rúmfræði:
föll, deildun og heildun:
talningu, tölfræði og líkindareikning:
hjálpartæki:
HÆFNI – Nemandi skal geta hagnýtt þá fræðilegu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér t.d. á sviði:
miðlunar í mæltu og rituðu máli:
stærðfræðilegrar hugsunar:
lausna þrauta og verkefna:
röksemdafærslu:
daglegs lífs og almennrar menntunar, s.s.
Lýsing á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem einkennir ensku á mismunandi hæfniþrepum á við um öll erlend tungumál. Mikilvægt er að hafa í huga að hæfniþrepin lýsa þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem einkennir nemendur, óháð skólastigi. Þannig eru nemendur í grunnskóla sem læra norrænt tungumál eða ensku á hæfniþrepi eitt, sem og nemendur í framhaldsskóla sem læra nýtt tungumál. Munurinn er að nemendur geta verið mislengi að öðlast þá hæfni sem einkennir hvert hæfniþrep.
Árið 2006 gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út þýðingu á evrópsku tungumálamöppunni sem Evrópuráðið hafði áður gefið út (http://www.menntamalaraduneyti.is/ nyrit/nr/3931). Tungumálamappan felur meðal annars í sér sjálfsmatsramma sem lýsir hæfni í hlustun, lestri, ritun og töluðu máli, í tengslum við samskipti annars vegar og frásögn hins vegar. Lýsing á hæfni nemenda er sett fram í sex þrepum sem kallast A1, A2, B1, B2, C1 og C2.
Viðmið tungumálamöppunnar sem einkenna þrep A1, A2 og að hluta til B1 má fella að lýsingu þekkingar, leikni og hæfni á fyrsta hæfniþrepi.
Viðmið tungumálamöppunnar sem einkenna þrep B1 og B2 má fella að lýsingu þekkingar, leikni og hæfni á öðru hæfniþrepi.
Viðmið tungumálamöppunnar sem einkenna þrep C1 má fella að lýsingu þekkingar, leikni og hæfni á þriðja hæfniþrepi.
ÞEKKING – Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
LEIKNI – Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
HÆFNI – Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
ÞEKKING – Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
LEIKNI – Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
HÆFNI – Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
ÞEKKING – Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
LEIKNI – Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
HÆFNI – Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: