Almennur hluti
Nr. 674
16. maí 2011
AUGLÝSING
um gildistöku aðalnámskrár framhaldsskóla.
1. gr.
Með vísan til 21. og 23. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, með áorðnum breytingum, staðfestir mennta- og menningarmálaráðherra hér með gildistöku aðalnámskrár framhaldsskóla, dags. 16. maí 2011, sem birt er sem fylgiskjal með auglýsingu þessari. Aðalnámskráin kemur til framkvæmda í skólum frá og með skólaárinu 2011-2012 eftir því sem við verður komið og skal að fullu vera komin til framkvæmda eigi síðar en 1. ágúst 2015. Jafnframt fellur aðalnámskrá framhaldsskóla nr. 138 frá 28. janúar 2004 úr gildi.
2. gr.
Almennur hluti aðalnámskrár framhaldsskóla lýsir sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um alla nemendur, kennara og stjórnendur skóla og annað starfsfólk. Hún er jafnframt viðmið fyrir námsmat á framhaldsskólastigi, mat á skólum og skólastarfi, leiðarljós fyrir þá sem fást við námsefnisgerð og kennaramenntun, grundvöllur skólanámskrárgerðar og innra mats skóla. Aðalnámskrá veitir einnig foreldrum upplýsingar svo að þeir geti fylgst með starfsháttum skólans og árangri skólastarfs.
3. gr.
Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 16. maí 2011.
Katrín Jakobsdóttir.
Ásta Magnúsdóttir.
Nr. 890
9. september 2015
AUGLÝSING
um breytingu á aðalnámskrá framhaldsskóla.
1. gr.
Með vísan til 21. og 23. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, með áorðnum breytingum, staðfestir mennta- og menningarmálaráðherra hér með breytingu á aðalnámskrá framhaldsskóla, dags. 16. maí 2011, sbr. auglýsingu nr. 674/2011. Í stað kafla 13.2.1. Tengsl við hæfniþrep í framhaldsskóla kemur nýr kafli með sama heiti sem birtur er sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
2. gr.
Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 9. september 2015.
Illugi Gunnarsson.
Ásta Magnúsdóttir.